Minningarsjóður JPJ
Minningarsjóður Jean-Pierre Jacquillat var stofnaður í apríl 1987, innan við ári eftir að Jean-Pierre lést af slysförum í bílslysi árið 1986. Við sviplegt andlát Jean-Pierre kom upp sú hugmynd innan stjórnar Lindar að komið yrði á fót sérstökum minningarsjóði og yrði hlutverk sjóðsins að úthluta íslensku tónlistarfólki styrkjum til að afla sér aukinnar menntunar, halda nafni Íslandsvinarins og hljómsveitarstjórans Jean Pierre á lofti og efla um leið menningarsamskipti Íslands og Frakklands.
Tildrögin að stofnun sjóðsins voru þau að á árinu 1986 stofnuðu Samvinnusjóður Íslands og Samvinnubankinn hf., eignarleigufyrirtækið Lind hf., í samstarfi með franska bankanum Banque Indosuez. Þann 21. apríl 1987 undirritaði stjórn Lindar stofnsamning um minningarsjóðinn með 2,5 milljón króna stofnfjárloforði sem greiðast skyldi í áföngum á nokkrum árum. Árið 1990 hafði Lind hf. staðið við skuldbindingar sínar auk þess sem Ármannsfell lagði fram 500 þúsund krónur. Minningarsjóðurinn varð sjálfseignarstofnun frá 1. janúar 1991 og var fyrsti styrkurinn veittur árið 1992, fimm árum eftir stofnun sjóðsins.
Stjórn sjóðsins skipa Börkur Arnarson, formaður, Árni Heimir Ingólfsson, Halldór Friðrik Þorsteinsson, Dögg Ármannsdóttir, Anna Sigríður Arnardóttir og Cecile Jacquillat.
2023 Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
– söngur & hljómsveitarstjórn
2022 Herdís Mjöll Guðmundsdóttir – fiðla
2021 Hjörtur Eggertsson – selló & hljómsveitarstjórn
2020 Álfheiður E. Guðmundsdóttir- söngur
2019 Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir – selló
2018 Hrafnhildur Marta Guðmundsdóttir – selló
2017 Sölvi Kolbeinsson – saxófón
2015 Rannveig Marta Sarc – fiðla
2014 Sólveig Thoroddsen – harpa
2012 Benedikt Kristjánsson – söngur
2011 Matthías Ingiberg Sigurðsson – klarinett
2010 Gunnhildur Daðadóttir – fiðla
2009 Helga Þóra Björgvinsdóttir – fiðla
2007 Melkorka Ólafsdóttir – flauta
2006 Elfa Rún Kristinsdóttir – fiðla
2005 Ögmundur Þór Jóhannesson – gítar
2004 Víkingur Heiðar Ólafsson – píanó
2003 Birna Helgadóttir – píanó
2002 Lára Bryndís Eggertsdóttir – orgel
2001 Pálína Árnadóttir – fiðla
2000 Hrafnkell Orri Egilsson – selló
1999 Una Sveinbjarnardóttir – fiðla
1998 Árni Heimir Ingólfsson – píanó/tónvísindi
1997 Þórður Magnússon – tónsmíðar
1996 Ingibjörg Guðjónsdóttir – söngur
1995 Sigurbjörn Bernharðsson – fiðla
Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir
- söngur og hljómsveitarstjórnun